Þín skilaboð skipta máli!
Þín ímynd er okkar verkefni
Media Group er markaðsstofa sem sérhæfir sig í markaðs- og kynningarmálum. Auk þess að sjá um birtingarumsjón á öllum miðlum erum við einnig framleiðslufyrirtæki sem framleiðir auglýsingar fyrir sjónvarp, samfélagsmiðla og alla aðra miðla.
Við sjáum um að auka á gagnvirkni notenda (engagement), hughrif (top of mind), dreifingu skilaboða (reach) og jákvæðu umtali á netinu. Við sjáum til þess að allt birtingarfé sé nýtt á hagkvæman og skemmtilegan hátt til að fá sem mest fyrir hverja birtingu.
Við vinnum með Facebook, Instagram, Twitter, Google, YouTube, prentmiðla, sjónvarp, útvarp og alla aðra miðla sem bjóða uppá birtingar á auglýsingum!
Hjá Media Group starfa hugmynda- og textasmiðir, grafískir hönnuðir, hreyfihönnuðir, ljósmyndarar og fjölbreyttur hópur fólks með mikla reynslu í alhliða miðlun auglýsinga- og upplýsinga.
Framleiðsla auglýsinga
Við sjáum um framleiðslu auglýsinga sem fanga athygli og eru skemmtilegar. Það er hægt að framleiða auglýsingar án mikils tilkostnaðar en við spörum ekkert þegar kemur að fagmennsku. Við sjáum um framleiðslu frá A-Ö og gerum okkar besta til að nýta þá tækni og nýjungar sem er í boði hverju sinni til að lækka kostnað án þess að það rýri gæðin.
Við sjáum um ímyndarmál fyrirtækja. Það er ekki nóg að t.d. að vera á samfélagsmiðlum ef ekkert efni birtist frá fyrirtækinu sem vekur áhuga. Lifandi samfélagsmiðlar með faglega unnum myndböndum, flottum myndum og góðum texta er lykilatriði til að fanga athygli notenda á samfélagsmiðlum. Efnið sem við framleiðum er einnig hægt að nota t.d. í sjónvarpi og útvarpi.
Faglega unnið efni
Faglega teknar ljósmyndir, vandlega unnin grafík, vel skrifaður texti er gríðarlega mikilvægir þættir í öllu markaðsstarfi. Við erum bæði með á okkur vegum fólk sem eru snillingar í þessu öllu og þú þarft því ekki að hafa neinar áhyggjur af því þitt fyrirtæki fái ekki glæsilegt markaðsefni til að kynna fyrirtækið og starfsemi þess.
Vefur/heimasíða er andlit fyrirtækisins
Við sjáum einnig um að hanna og setja upp vefi fyrir fyrirtæki sem vilja vera sýnileg á netinu. Það þarf ekki að kosta mikið að hanna og setja upp vef og annað sem þarf eins og tölvupóst, pöntunarform eða annað. Media Group ehf hefur smíðað tugi heimasíðna fyrir allskonar fyrirtæki og síðan sett upp auglýsingaverkfæri eins og Google Ads eða Facebook Business Manager til að auglýsa viðkomandi fyrirtæki með góðum árangri.
Gamall og úreltur vefur getur haft fælandi áhrif og því sjáum við til þess að allir vefir sem við hönnum og setjum í loftið séu byggðir á nýjustu tækni eins og “Mobile First” en um 80% af heimsóknum á vefi í dag er í gegnum snjalltæki og vefirnir virka á öllum tækjum, símum, tölvum, snjalltækjum eða annarsstaðar.
Verðandi viðskiptavinir byrja yfirleitt að skoða vefi/heimasíður fyrirtækja og þess vegna borgar sig að hafa vefinn hjá þínu fyrirtæki í lagi - og við getum reddað því!